Er Sjálfstæðisflokknum einum treystandi?

Ég hef ekki tíðkað það að fjalla mikið um innanflokksmál Sjálfstæðisflokksins, enda er ég ekki þar innandyra. Þar ríkir greinilega mikil eindrægni hvort sem þar er um að ræða forystuna í Seðlabankanum eða í ríkisstjórninni. Ég get samt ekki ekki orða bundist yfir þeim ummælum sem Björn Bjarnason viðhefur á heimasíðu sinni en þar segir meðal annars um fundinn í Valhöll um helgina:  

"Í þessum umræðum lét ég þess getið, að frá barnsaldri hefði ég setið marga sögulega fundi sjálfstæðismanna, fyrst sem forvitinn áheyrandi en síðan sem virkur þátttakandi. Þessi fundur okkar nú væri meðal hinna mikilvægustu, sem efnt hefði verið til í allri sögu flokksins. Miklu skipti fyrir framtíð lands og flokks, hve mikill einhugur væri á fundinum – aðeins með sterkum Sjálfstæðisflokki og undir öruggri forystu hans gæti þjóðin komist heil frá þessum hildarleik".

Nú er það Sjálfstæðisflokkurinn, að mati Björns, sem kemur sem riddari á hvítum hesti íslenskri þjóð til bjargar. Það er nefnilega það.

Þessi makalausu ummæli opinbera sjálfsánægju forystu Sjálfstæðisflokksins í einni mestu efnahagskreppu sem hefur riðið yfir þjóðina. Ég er ekki sammála Birni Bjarnasyni um það að aðeins með sterkum Sjálfstæðisflokki sé okkur við bjargandi. Ég held að þorri almennings sé á öndverðum meiði við dómsmálaráðherrann og forystu Sjálfstæðisflokksins, hvort sem um er að ræða í Seðlabanka eða ríkisstjórn.


mbl.is Ekki gagnrýni á Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband