Hvar er aðhald fjölmiðlanna?

Ég hef á blogginu síðustu daga fjallað nokkuð um fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar. Frumvarp sem mun síður en svo slá á þenslu og undirliggjandi verðbólgu sem nú einkennir samfélagið. Sú gríðarlega mikla hækkun á útgjaldahlið fjárlagafrumvarps ársins 2008 á sér vart hliðstæðu á síðari tímum. Það þarf sterk bein til að þola góða daga, stöðugleikinn er í hættu. Trúlega þarf að leita aftur fyrir þjóðarsátt til að finna 17,2% hækkun á útgjaldahlið frumvarpsins á milli ára, það ætti að vera fréttaefni út af fyrir sig.

Á síðasta kjörtímabili fór fram opin umræða um fjárlagafrumvörp þáverandi ríkisstjórnar. Fjölmiðlar voru duglegir við að veita þeirri stjórn aðhald með því að kalla eftir viðbrögðum frá greiningardeildum bankanna, úr Seðlabankanum og háskólum. Það var gagnlegt að heyra sjónarmið þeirra aðila þá og oftar en ekki voru viðbrögðin gagnrýni á einhverja þætti ríkisfjármálanna.

Nú virðist sem að fjölmiðlarnir hafi minni áhuga á því að kalla eftir viðbrögðum á þetta þenslufrumvarp. Hvernig ætli standi á því?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband