Staðreyndirnar liggja fyrir

Í umræðum nú áðan um Grímseyjarferjumálið var það staðfest að Alþingi og ríkisstjórn var leynt upplýsingum um kostnað við kaup og endurbætur á "nýrri" Grímseyjarferju. Upphaflega átti ferjan að kosta 150 m.kr. en nú er kostnaðurinn er nú að lágmarki 500 m.kr. Ríkisstjórn eða fjárlaganefnd var aldrei gert grein fyrir þessari þróun mála. Samkomulag var gert milli fjármála-, samgönguráðuneytis og Vegagerðarinnar um útgjöld til verkefnisins án þess að nokkur heimild væri á fjárlögum. Það varið farið á svig við fjárreiðulögin segir Ríkisendurskoðun.

Ferlið er eitt klúður. Enginn ráðherra vill viðurkenna að hann hafi gert mistök í málinu, þrátt fyrir röð mistaka. Meirihluti fjárlaganefndar vildi ekki kanna ákveðna hluti betur, s.s. útboðsferilinn sem hefur vakið ýmsar spurningar. Samfylkingin er reiðubúin að ganga ansi langt í vörnum fyrir ráðherra Sjálfstæðisflokksins í þessu máli.

Það á eftir að klára umfjöllun um þetta mál innan þingsins. Samgöngunefnd á eftir að klára umfjöllun um það. Ég tel óumflýjanlegt að fram fari stjórnsýsluúttekt á þeim ráðuneytum er málið varðar, að minnsta kosti var samgönguráðherra fljótur að skella slíkri úttekt á Vegagerðina vegna þessa máls, á það sama ekki að gilda um alla aðila þessa máls?


mbl.is Birkir Jón Jónsson: Ríkisstjórn og Alþingi leynd mikilvægum gögnum um Grímseyjarferjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband