18.10.2007 | 14:15
MBA nám ţingmannsins
Eins og sést í kynningu um mig á blogginu ţá stunda ég MBA nám viđ Háskóla Íslands. Ţađ eru tćplega 50 manns í mínum bekk; Stjórnendur úr íslensku atvinnulífi og stjórnsýslu ásamt tveimur alţingismönnum, mér og Magnúsi Stefánssyni. Kennt er annan hvern föstudag og laugardag til ţess ađ fólk geti stundađ atvinnu međfram náminu. Ţetta nám er krefjandi, eđlilega ţar sem um meistaranám er ađ rćđa en um leiđ eitt ţađ skemmtilegasta sem ég hef tekiđ mér fyrir hendur um dagana.
Ţađ kom mér ţví í opna skjöldu ađ félagsfundur framsóknarmanna í Skagafirđi, ţar sem ég tók mín fyrstu pólitísku skref, skyldi álykta í fyrradag um ađ ţeir alţingismenn sem vćru annađ hvort veikir eđa í námi skuli kalla inn varamann í sinn stađ. Ég held ađ hér sé um misskilning ađ rćđa og ađ hlutađeigandi hafi ekki kynnt sér uppbyggingu námsins. Mér ţykir ţađ miđur ađ slíkur bođskapur skuli koma frá Skagfirđingum, ţar sem ég á marga góđa og trygga félaga til margra ára.
Hins vegar dreg ég ekki dul á ţađ ađ ţađ ţarfnast skipulags ađ vera svo önnum kafinn sem raun ber vitni. Ţar hef ég tekiđ framförum til batnađar ađ undanförnu. Ég ber ekki mikinn kvíđboga fyrir ađdróttunum um ađ ég sinni ekki mínum ţinglegu skyldum. Ég hef veriđ mjög virkur sem ţingmađur (og námsmađur) og hef verulega gaman af eins og sjá má hér á blogginu mínu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook