Ekkert er dýrmætara en heilsan

Ábending um mögulega lækningu á sykursýki á heilsusetri á Indlandi var meðal fjölda tölvupósta og sms skilaboða sem ég fékk eftir pistil gærdagsins. Hljómar ótrúlega í mínum eyrum, þar sem ég er með sykursýki 1 sem verður víst fylgikvilli minn það sem eftir er. En það má lifa í voninni og ég mun skoða lækningu Indverjanna betur þegar tími gefst til. Annars var mjög notalegt að fá mikið af hlýjum og góðum kveðjum gær og í morgun. Kveðjur frá fólki sem ég þekki nær ekkert til.

Í einum tölvupóstanna var mér bent á þá staðreynd að fullorðið fólk þarfnast ekki síður hreyfingar en yngri kynslóðin. Reykjavíkurborg tók þá ákvörðun að greiða fyrir íþróttaiðkun ungmenna í borginni. Það var hárrétt ákvörðun enda eitt helsta stefnumál okkar framsóknarmanna í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga. Er ekki tími til kominn að stjórnmálamenn fari að huga að hreyfingu fullorðna fólksins? Í hreyfingu og heilbrigðu líferni felst að heilsa okkar batnar og einhvers staðar stendur að ekkert sé dýrmætara í lífinu en heilsan.

Í ljósi margra góðra hugmynda sem mér hafa borist að undanförnu ætla ég að fylgja málinu eftir innan þingsins og taka það upp gagnvart heilbrigðisráðherra. Ég leyfi ykkur að fylgjast með...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband