23.10.2007 | 20:42
Algjör samstaða
Það mál sem við framsóknarmenn höfum lagt hvað mesta áherslu á við upphaf þings er að hluti námslána breytist í styrk sé námi lokið á tilsettum tíma. Ég hef áður bloggað um þetta og biðlaði þá til námsmannahreyfinga að láta málið til sín taka.
Stúdentaráð Háskóla Íslands, Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri og nú Námsmannahreyfingin hafa lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Þetta sýnir að forvígismenn þessara samtaka er umhugað um hagsmuni íslenskra námsmanna. Það verður fróðlegt að sjá, þegar ég mæli fyrir frumvarpinu, hvaða undirtektir verða. Ég trúi ekki öðru, í ljósi fagurgalans í aðdraganda síðustu kosninga, en að frumvarpið nái fram að ganga.
Námsmenn fagna frumvarpi um LÍN | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook