Íslenska mjólkin og sykursýkin

Mikið hefur verið rætt að undanförnu um innflutning á norskum kúm til að auka hagræðingu í mjólkurframleiðslu. Ég hef fram til þessa verið íhaldssamur gagnvart þessum hugmyndum og vil standa vörð um íslenska kúakynið. Ég hef styrkst í þeirri afstöðu minni eftir að mér barst tölvupóstur í gær þar sem mér var tjáð að í íslensku mjólkinni séu efni sem minnka hættuna á að fólk fái sykursýki 1, efni sem ekki er að finna í norsku mjólkinni.

Þessi staðreynd hefur geirneglt þá afstöðu mína að við þurfum að halda í íslensku mjólkina, þó ekki sé nema fyrir lýðheilsu þjóðarinnar. Ég óska engum að fá sykursýki og aðgerðir sem auka hættuna á því að fólk fái þann arma sjúkdóm eru mér ekki að skapi.

Annars fékk ég ráðleggingar í tölvupósti í gær. Nú er málið að taka eina teskeið af kanil á morgnana sem á að hafa þau áhrif að sveiflur á blóðsykrinum minnki. Ég ætla að prófa þetta, enda hefur kanill ekki gert mér neitt illt hingað til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband