27.10.2007 | 14:42
Blessuđu ríkisháskólarnir
Háskóli Íslands hefur sett sér ţađ metnađarfulla markmiđ ađ verđa einn af 100 bestu háskólum í heimi. Ég styđ ţetta markmiđ heils hugar og tel ađ viđ eigum ađ stefna hátt í ţessu sem öđru. Í rćđu sem Kristín Ingólfsdóttir flutti í dag, viđ brautskráningu tćplega 400 kandidata, kom fram ađ ţetta takmark er síđur en svo óraunhćft en skólinn ţurfi meiri fjármuni til ađ ná ţví markmiđi.
Ţađ sem vakti athygli mína var sú ábending rektors ađ minni hagvöxtur í Evrópu en í Bandaríkjunum síđustu 30 árin stćđi í samhengi viđ slaka uppbyggingu háskólarannsókna í Evrópu. Ţetta sýnir okkur hversu mikilvćgar rannsóknir á háskólastigi eru fyrir ţjóđfélag okkar.
Í ţessu samhengi er mér hugsađ til Háskólans á Akureyri. Ţví miđur hafa fjárframlög til HA vegna rannsókna veriđ langt frá ţví ađ vera nćgjanleg á umliđnum árum. Áherslur menntamálaráđherra hafa legiđ hjá öđrum skólum. Ţó hefur fjárlaganefnd árlega rétt kúrsinn af gagnvart HA, en ţađ verđur ađ segjast eins og er; Betur má ef duga skal.
Ef Háskólinn á Akureyri á ađ geta rćkt hlutverk sitt sem undirstađa menntunar á landsbyggđinni ţá verđur ákveđin hugarfarsbreyting ađ eiga sér stađ gagnvart skólanum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:50 | Facebook