30.10.2007 | 13:06
Svokallaðar mótvægisaðgerðir og þyrlubjörgunarsveit á Akureyri
Sjómannasamband Íslands hélt formannafund á Akureyri í síðustu viku. Þar er ríkisstjórnin gagnrýnd harðlega fyrir svokallaðar mótvægisaðgerðir og að ekkert samráð hafi verið haft við sjómenn vegna þeirra. Það er nú meira samráðið hjá þessari ríkisstjórn alltaf hreint. Það eru ömurleg öfugmæli að þessi ríkisstjórn gefi sig út fyrir að vera ríkisstjórn sátta og samráðs.
Staðan er grafalvarleg. Sjómenn verða fyrir mikilli tekjuskerðingu og ljóst að öllu óbreyttu að hrun blasir við mörgum sjávarbyggðum í kjölfar samdráttar í veiðiheimildum. Og ríkisstjórnin stendur hjá og kemur með engar raunverulegar mótvægisaðgerðir. Það er ekki hægt að horfa þegjandi upp á þessa þróun.
Fundur formanna aðildarfélaga Sjómannasambands Íslands skorar jafnframt á Alþingi að staðsetja þyrlubjörgunarsveit á Akureyri. Þessi ályktun er í takt við þá þingsályktun sem ég hef lagt fram á Alþingi, ásamt þingmönnum NA-kjördæmis, og verður vonandi tekin fyrir fljótlega í þinginu. Enda er málið framarlega í forgangsröð Þingflokks framsóknarmanna um mál sem mikilvægt er að taka á dagskrá Alþingis.
Sjómannasambandið átelur ríkisstjórnina harðlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook