Fljótsdalshérað - Vopnafjörður

Reglubundin bein samskipti við kjósendur eru að mínu mati mikilvægasti þátturinn í starfi þingmannsins. Ég hélt fund á Egilsstöðum í gærkvöldi og í hádeginu í dag var fundur á Vopnafirði. Á fundina mættu allra flokka fólk, enda auglýstir sem opnir fundir. Ég var mjög ánægður með þessa fundi og fékk ég heilmikið í veganestið og ljóst að einhver mál eru þess eðlis að óhjákvæmilegt er að taka þau upp á vettvangi þingsins. Einnig fékk ég ýmis erindi og fyrirspurnir sem ég á eftir að vinna betur í.

Næst á dagskránni er að finna tíma fyrir opna fundi á fjörðunum fyrir austan, í Þingeyjarsýslum og Eyjafirði. Sem betur fer er það svo að flugsamgöngur við Norðausturkjördæmið hafa batnað mikið á undanförnum árum sem gerir okkur þingmönnunum betur kleyft að sinna starfi okkar. Ég ætla hins vegar ekki að ræða um flugfargjöldin hér og nú, það þarf heilan pistil til að ræða um verðlagningu og samkeppni á þeim markaði.

Morgundagurinn í þinginu fer í fyrirspurnir þingmanna til ráðherra. Ég er með þrjár fyrirspurnir, meira um það hér á morgun...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband