Í þágu hverra starfa sjálfstæðismenn?

Nú er gott að velta fyrir sér, hver ætli staða neytenda verði þegar Íbúðalánasjóði verður bolað út af markaðnum? Það er augljóst að núverandi ríkisstjórn ætlar sér að fara í þá vegferð, enda hafa sjálfstæðismenn sagt að nú sé hægt að gera hluti með Samfylkingunni sem annars ekki hefði verið hægt að framkvæma með framsóknarmönnum. Samfylkingin seldi sig nefnilega ódýrt síðastliðið vor.

En má ég spyrja, í þágu hverra á að gera þessar breytingar? Það er ljóst að kjör almennings munu versna fari Íbúðalánasjóður út af markaðnum. Breytingarnar verða því í þágu fjármagnseigendanna. Og ef við setjum þetta mál í samhengi við REI málið, víðfræga, þar sem sjálfstæðismenn vildu selja almannaeigur á brunaútsölu, þá er eðlilegt að spyrja; Hagsmuni hverra eru sjálfstæðismenn að gæta?


mbl.is Breytt kjör við yfirtöku íbúðalána Kaupþings banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband