Samfylkingin hafði ekki áhrif á útgjaldaramma fjárlagafrumvarps ársins 2008!

Ég var í umræðu í þinginu nú áðan um breytingar á stjórnarráðinu, þ.e. tilfærslur á verkefnum á milli heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyta. Margt þar hljómar skynsamlega en þó er margt mjög óljóst og mjög stuttur tími til stefnu, til breytinga á stórum málaflokkum.

Í umræðunni bar ég saman loforð Samfylkingarinnar í málefnum aldraðra og öryrkja fyrir kosningar og efndir í fjárlagafrumvarpi ársins 2008. Þar er ekki að finna þær kjarabætur sem Samfylkingin lofaði. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingar, upplýsti mig um að það væri ekki Samfylkingunni að kenna að staðan sé þessi heldur væri við síðustu ríkisstjórn að sakast! Ég hélt að ég dytti út af stólnum við þessa ummæli. Þingmaðurinn sagði að útgjaldaramma fjárlaga ársins 2008 hefði verið lokað 29. maí sl. Samfylkingin hefði einfaldlega engu getað ráðið. Fjárlagafrumvarp ársins 2008 er samkvæmt þessu á ábyrgð Framsóknarflokksins. Ef Framsóknarflokkurinn ber svona mikla ábyrgð á þessu öllu þá hefði mér fundist lágmark hjá ríkisstjórninni að leggja fjárlagafrumvarpið fyrir Þingflokk framsóknarmanna til samþykktar.

Ég verð að segja að ég á ekki til orð yfir þessari röksemdafærslu. Samfylkingin hafði júní, júlí, ágúst og september til að koma sínum áherslumálum sínum í fjárlagafrumvarp ársins 2008. Samþykkti Samfylkingin sl. vor að það væri alfarið mál Sjálfstæðisflokksins að leggja fram fjárlagafrumvarpið? Come on, eigum við að trúa þessu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband