Um atvinnuuppbyggingu í Norðurþingi og Vaðlaheiðargöng

Ríkisstjórnin hefur ekki tekið formlega afstöðu gagnvart álveri á Bakka við Húsavík var efnislega það sem Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, sagði á Alþingi nú áðan við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar. Hann tiltók þó að mögulega mætti skilyrða losunarheimildir Íslands þegar kemur að loftslagsmálum og nýta þær heimildir í byggðalegu tilliti. En hverjar verða losunarheimildirnar í framtíðinni? Mér heyrist að Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, tali fyrir því að þær verði minnkaðar ef eitthvað er. Þá er ljóst að það verður ekki mikið til skiptanna.

Því miður hefur orðið viðhorfsbreyting hjá stjórnvöldum gagnvart álveri á Bakka við Húsavík eftir að við framsóknarmenn yfirgáfum ríkisstjórnarfleyið. Síðasta ríkisstjórn var einbeitt í þeim efnum að styðja við þetta stærsta hagsmunamál Norðausturlands en sá stuðningur er horfinn.

Það er ömurlegt, í kjölfar vitlausustu byggðaaðgerðar Íslandssögunnar með allt of miklum þorskniðurskurði, að ríkisstjórnin skuli ekki sjá sóma sinn í því að styðja við bakið á Þingeyingum og Eyfirðingum í þessu máli. Það er allt annað viðhorf sem endurspeglast í verkum Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingunni að afloknum kosningum. Fyrir kosningar var fólki lofað eindregnum stuðningi við þetta atvinnuverkefni. Hafa Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin staðið við þessi loforð?

Að lokum, hvað varð um "Vaðlaheiðargöng, gjaldfrjáls, strax!"??? Það var sérstaklega einn ágætur stjórnmálamaður hamraði mikið á þessu mikilvæga máli í örvæntingarfullum atkvæðaveiðum fyrir síðustu kosningar. Hann er samgönguráðherra í dag...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband