Ţakka ber fyrir ţađ sem vel er gert

Ég tók ţátt í umrćđum nú áđan í ţinginu um réttindi foreldra langveikra barna. Jóhanna Sigurđardóttir, félagsmálaráđherra, mćlti fyrir frumvarpi sem mun bćta kjör foreldra langveikra barna heilmikiđ. Hér er um mikiđ framfaraskref ađ rćđa fyrir ţennan ţjóđfélagshóp og um bráđ nauđsynlega ađgerđ ađ rćđa. Fariđ var út í breytingar á lögum áriđ 2006 til ađ bćta kjör ţessa hóps. Reynslan hefur sýnt ađ ţeir fjármunir sem áttu ađ renna til foreldra langveikra barna skiluđu sér ekki, einungis 10 foreldrar hafa á tímabilinu sótt um fjármuni til Vinnumálastofnunar sem á ađ sjá um útdeilingu styrkjanna. Ţađ var ţví ljóst ađ breytinga var ţörf, ţrátt fyrir góđan vilja Alţingis á sínum tíma.

Ég sat í félagsmálanefnd á síđasta kjörtímabili og sit enn í ţeirri nefnd. Ég hlakka til ađ fara vel yfir ţetta mál í ţingnefndinni sem vonandi mun afgreiđa frumvarpiđ fyrir áramót, enda veit ég til ţess ađ foreldrar langveikra barna bíđa eftir ţví ađ ţessi réttarbót verđi afgreidd sem lög frá Alţingi. Eins og lesendur síđunnar hafa tekiđ eftir ţá hef ég veriđ iđinn viđ ađ veita ríkisstjórninni ađhald og ég hef bent á margt (allt of margt) sem úrskeiđis hefur fariđ. Hins vegar vil ég líka halda ţví til haga sem vel er gert (og hef reyndar gert ţađ áđur) og segi ţví af ţessu tilefni ađ Jóhanna stóđ sig mjög vel í ţessu máli og á hrós skiliđ fyrir ţađ. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband