Hver á að skammast sín í dag?

Ég óskaði á dögunum eftir utandagskrárumræðu við félagsmálaráðherra um vanda ungs fólks á húsnæðismarkaðnum. Því miður náði sú umræða ekki fram að ganga þar sem að svipuð umræða var á dagskrá þingsins í dag. Katrín Jakobsdóttir var málshefjandi.

Staða mála á húsnæðismarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu í dag er óviðunandi. Gríðarlega háir vextir viðskiptabankanna, hátt lóðaverð, hátt fasteignaverð og sú árátta ríkisstjórnarinnar að hefta starfsemi Íbúðalánasjóðs hefur valdið því að ungt fólk á í miklum erfiðleikum að koma sér þaki yfir höfuðið í dag. Að sjálfsögðu á það við um ýmsa aðra hópa og það þarf einnig að skoða sérstaklega.

Svör félagsmálaráðherra voru því miður efnislega engin. Málið er í nefnd sem átti reyndar að vera búin að skila af sér fyrir um 3 vikum. Þegar ráðherra var spurður út í efndir á þeim yfirlýsingum sem hún hefur látið hafa eftir sér þá brást hún ókvæða við. Hún hreinlega réttlætti þá gjörð sína að lækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs úr 90% í 80%. Jóhanna marg sagði sem stjórnarandstæðingur að þáverandi ríkisstjórn ætti að skammast sín (hennar eigið orðalag) fyrir að lækka lánshlutfallið í 80%. Félagsmálaráðherrann, Magnús Stefánsson, hækkaði lánshlutfallið í 90% snemma á þessu ári. Eitt af fyrstu verkum Jóhönnu eftir að hún tók við félagsmálaráðuneytinu var að lækka lánshlutfallið í 80%. Þessi aðgerð hefur valdið mörgum húsnæðiskaupendum erfiðleikum og að sjálfsögðu átti fólk ekki von á þessum aðgerðum Jóhönnu miðað við fyrri yfirlýsingar. Hver á að skammast sín í dag?


mbl.is Viðfangsefnið er að snúa þróun á húsnæðismarkaði við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband