Vindhanapólitík á hæsta stigi

Þrátt fyrir ótrúlegt vaxtaumhverfi hér á landi í dag þá eru vextir Íbúðalánasjóðs í dag lægri en þegar húsbréfakerfið var og hét. Þá voru vextir 5,1% en til viðbótar voru oft á tíðum gríðarleg afföll af þeim. Enda var það svo í kjölfar breytinga okkar framsóknarmanna á húsnæðiskerfinu að vextir Íbúðalánasjóðs stórlækkuðu, allt niður undir 4%. Sú kerfisbreyting sem átti sér stað árið 2004 var því góð, húsnæðiskaupendum til heilla.

Það er því beinlínis hlægilegt að heyra Össur og Jóhönnu tala um úrelt húsnæðiskerfi. Það kerfi, lánakerfi Íbúðalánasjóðs, er það besta á markaðnum í dag enda eru vextir Íbúðalánasjóðs allt að tveimur prósentum lægri en viðskiptabankanna. Af hverju ætli Samfylkingin láti svona út í 90% lán Íbúðalánasjóðs og Framsóknarflokkinn? Samfylkingin hældi þessum breytingum þegar þær voru innleiddar á sínum tíma og reyndar var það svo að allir flokkar á Alþingi studdu þessar breytingar. Hvers lags vindhanapólitík er þetta hjá Samfylkingunni? Nú er það svo að aðrir flokkar en Samfylkingin dettur ekki í hug að haga sínum málflutningi með þessum hætti. Það sjá allir sem vilja sjá að glórulaus yfirboð viðskiptabankanna haustið 2004 var ein af höfuðástæðum þenslunnar. Ekki takmörkuð útlán Íbúðalánasjóðs sem hafa dregist saman á síðustu árum.

En andvaraleysi ríkisstjórnarinnar er með eindæmum þegar kemur að húsnæðismálunum. Öll stóru loforð Samfylkingarinnar hafa gufað upp. Hvað varð um áherslurnar í vaxtabótum, húsaleigubótum, afnámi stimpilgjalda og svo framvegis? Það er kannski bara eðlilegt að málflutningur kratanna skuli vera svo fáránlegur sem raun ber vitni, því nú eru þeir í vondum málum. Það verður erfitt (og nær útilokað) að standa við öll yfirboðin og loforðin. En Samfylkingunni hefur verið ráðið heilt, hér á þessari bloggsíðu og víðar; Að hætta gylliboðunum og láta verkin tala.


mbl.is Össur tengdur stjórninni á daginn en stjórnarandstöðu á nóttunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband