Það er enginn uppgjafartónn í Fjöllungum!

Ég sótti fund á vegum Atvinnumálanefndar Dalvíkurbyggðar í gær. Þar var meðal annars verið að fjalla um þau tækifæri sem skapast í kjölfar opnunar Héðinsfjarðarganga. Margar hugmyndir eru uppi á borðinu í dag og mikilvægt að byggðirnar á Tröllaskaganum nýti þann tíma fram að opnun Héðinsfjarðarganga vel. Framhaldsskóli í Ólafsfirði, samvinna í heilbrigðis- og félagsmálum ásamt því að nýtt heildstætt atvinnusvæði myndast gefur mikil tækifæri.

Á fundi í atvinnu- og ferðamálanefndar Fjallabyggðar (sem er sameinað sveitarfélag Ólafsfjarðar og Siglufjarðar) var í dag fjallað um þessi mál. Mikilvægt er að sveitarfélögin Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð og Skagafjörður eigi samstarf um uppbyggingu á sviði ferðamála í ljósi þeirra samgöngubóta sem Héðinsfjarðargöngin eru. Það eru mikil tækifæri sem felast í samstarfi sem þessu og það þarf að nýta tímann vel fram að opnun ganganna. Nefndin beindi því til bæjarráðs að koma slíku samstarfi á hið fyrsta.

Það dylst engum að staða margra byggðarlaga á landsbyggðinni er mjög erfið í ljósi niðurskurðar ríkisstjórnarinnar á þorskveiðiheimildum sem var arfavitlaus ákvörðun. Því miður gagnast svokallaðar mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar sveitarfélaginu Fjallabyggð ekki neitt. Þrátt fyrir það munu heimamenn ekki leggja árar í bát. Það er gott að búa í Fjallabyggð og við munum leita allra leiða til að efla sveitarfélagið okkur þó svo að ríkisstjórnin leggi ekkert til málanna. Ég vil þó leyfa mér að vona að liðstyrkur verði í ríkisvaldinu á erfiðum tímum, tíminn mun leiða það í ljós.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband