Opinn fundur um húsnæðismál

Í kvöld standa ungir framsóknarmenn fyrir opnum fundi um húsnæðismál. Eins og fram hefur komið er staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum í dag mjög erfið og það þarf að leita allra leiða til að bæta þar úr. Samband ungra framsóknarmanna hefur lýst því yfir, í orði og riti, að hér sé um að ræða mál til úrlausnar sem þolir enga bið.

Frummælendur í kvöld verða auk mín, Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og Brynjar Fransson, fasteignasali. Það verður athyglisvert að heyra þau erindi og umræður sem munu skapast um þessi mál í kvöld. Ég hef heyrt á síðustu vikum að þessi mál brenna á fólki. Við framsóknarmenn höfum tekið húsnæðismálin upp á vettvangi þingsins en ekki fengið nein svör um hvað ríkisstjórnin ætlar sér í þessum efnum. En það er aldrei að vita nema að hugmyndir að lausnum verði til á fundinum í kvöld...

Eins og áður sagði þá er fundurinn öllum opinn. Hverfisgata 33 kl. 20:00.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband