Glæsileg innkoma Jóns Björns Hákonarsonar

Fyrsta mál á dagskrá þingsins í gær var fyrirspurn mín til landbúnaðarráðherra um jarðamál. Varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, Jón Björn Hákonarson sem er búsettur í Fjarðabyggð, settist á þing þennan sama dag. Vinur minn, Jón Björn, lét ekki á sér standa og kvaddi sér hljóðs nærri því um leið og hann settist í þingmannsstólinn. Var haft á orði að trúlega hefur varaþingmaður ekki verið eins snöggur í ræðustól Alþingis og Jón Björn. Það liðu einungis 17 mínútur þangað til að hann hafði lokið sinni jómfrúarræðu. Glæsileg innkoma hjá Jóni Birni!

Annars er það svo að mannval er mikið þegar litið er til Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Prófkjör hafa verið haldin fyrir síðustu tvennar Alþingiskosningar og hafa um og yfir 20 einstaklingar gefið kost á sér til setu á listanum í hvort skipti. Ég efa að slíkur fjöldi frambjóðenda hafi oft boðið sig fram fyrir stjórnmálaflokk. Enda hefur þetta mannval endurspeglað útkomu kosninga í kjördæminu, 4 þingmenn fyrir á síðasta kjörtímabili og 3 þingmenn á yfirstandandi kjörtímabili. Það er því enginn bilbugur á framsóknarmönnum í Norðausturkjördæmi frekar en annars staðar á landinu enda flokkurinn kenndur við framsókn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband