Ríkisstjórnin veit ekki sitt rjúkandi ráð, ég hef áhyggjur af því...

Hún var æði sérstök umræðan sem fór fram í þinginu í gær um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Sérstök segi ég, já því útlínur fjárlagafrumvarpsins liggja ekki fyrir. En eru óafgreidd mál á milli ríkisstjórnarflokkanna sem bíða 3. umræðu. Hjá fyrri ríkisstjórn lágu útlínur fjárlagafrumvarpa fyrir við 2. umræðu og yfirleitt ekki gerðar breytingar á frumvarpinu á milli 2. og 3. umræðu fjárlaga. Það var mikil festa í fjárlagagerðinni þá en nú eru upprunnir nýir tímar. Því var ekki hægt að úttala sig um fjárlagafrumvarpið eins og hefð er fyrir við 2. umræðu því enn á eftir að gera miklar breytingar á því.

Það kom í ljós í fjárlagaumræðunni að ríkisstjórnarflokkarnir ganga ekki í takt við eina mikilvægustu fjárlagagerð seinni ára. Við framsóknarmenn bentum á í umræðunni að fjárlögin muni leiða til enn meiri þenslu og verðbólgu. Við hvöttum til aðhalds líkt og Seðlabankinn, Standard og Poors (Stöndugir og fátækir í þýðingu Bjarna Harðarsonar, þingmanns), greiningardeildir bankanna og aðilar vinnumarkaðarins hafa gert. Ríkisstjórnarmeirihlutinn tekur hins vegar ekkert mark á þessum aðvörunarorðum. Það er mikið áhyggjuefni.

Það er því mikil umræða framundan við 3. umræðu fjárlaga og í raun vitum við ekki hvert stefnir eins og sakir standa. Ég held svei mér þá að ríkisstjórnin viti ekki sitt rjúkandi ráð og ekki fer mikið fyrir hamingjunni á stjórnarheimilinu. Ég hef áhyggjur af þessu samstöðu- og hamingjuleysi á stjórnarheimilinu. Ég verð að segja það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband