Verða alþingiskosningar á næsta ári?

Jæja, þá eru enn ein aðvörunarorðin fallin. Það kæmi mér mjög á óvart ef að ríkisstjórnin tæki eitthvert mark á þessum aðvörunarorðum OECD. Stjórnvöld eru hvatt til aðhalds í fjárlagagerðinni líkt og Framsóknarflokkurinn hefur lagt til, einn flokka á Alþingi í fjárlagaumræðunni. Nú þurfa stjórnvöld að sýna ábyrgð því ef verðbólgan fer á skrið þá bitnar það verst á skuldsettum íslenskum heimilum.

OECD, Standard og Poors, Seðlabankinn, fjármálafyrirtæki, aðilar vinnumarkaðarins og við framsóknarmenn höfum varað eindregið við þessari vinsældapólitík ríkisstjórnarinnar. Þess vegna höfum við framsóknarmenn ekki lagt til gríðarleg útgjöld í fjárlagaumræðunni (sem eru yfirleitt fallið til vinsælda um stundarsakir). Það er ólíkt öðrum stjórnmálaflokkum á Alþingi sem keppast í því að yfirbjóða hvern annan í loforðaflaumnum. Getur það verið að ríkisstjórnarflokkarnir sjái fram á kosningar á næsta ári? Það er margt sem bendir til þess.


mbl.is OECD hvetur til aðhalds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband