Gott hjá forsvarsmönnum Íbúðalánasjóðs, halda svo áfram á þessari braut!

Aðrar lánastofnanir mættu taka þetta sér til fyrirmyndar. Öll þessi gjöld sem neytendur þurfa að greiða eru mjög íþyngjandi. Það er einnig athyglisvert að opinbera stofnunin, sem hefur verið undir stöðugum árásum fjármálafyrirtækja, skuli ganga á undan með góðu fordæmi. Vonandi er þetta fyrsta skrefið í þá átt að öll þessi þjónustugjöld verði tekin til endurskoðunar.

Þetta sýnir okkur jafnframt fram á hversu mikilvæg tilvist Íbúðalánasjóðs er fyrir íslenskan almenning. Við framsóknarmenn höfum staðið vörð um sjóðinn á undanförnum árum og reyndar er það svo að framsóknarmaðurinn Páll Pétursson, þáverandi félagsmálaráðherra, skóp Íbúðalánasjóð á sínum tíma.

Þannig að það er engin tilviljun að mér er tíðrætt hér á blogginu um málefni Íbúðalánasjóðs. Það er í raun magnaður árangur Framsóknarflokksins að hafa komið Íbúðalánasjóði á laggirnar á sínum tíma, þrátt fyrir mótmæli hægri- og vinstrimanna. Hægri mennirnir vildu nefnilega einkavæða þessa starfsemi á meðan að Jóhanna Sigurðardóttir vildi halda í gjaldþrota húsnæðiskerfi með Húsnæðisstofnun ríkisins í broddi fylkingar. Ég hugsa að þorri almennings vilji hvorugt, einkavæðingu Sjálfstæðisflokksins eða endurvakningu gömlu Húsnæðisstofnunar kratanna...


mbl.is Seðilgjald Íbúðalánasjóðs fellt niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband