Forgangsröðun ríkisstjórnarinnar

Það er smám saman að koma í ljós hver forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar er þegar kemur að ríkisfjármálunum. Eins og við framsóknarmenn bentum á þá eru helstu forgangsmálin stóraukning útgjalda til utanríkisþjónustunnar (um rúm 20%) og til yfirstjórnar ráðuneyta. Það var til dæmis stofnað nýtt ráðuneyti til að Samfylkingin gæti fengið 6 ráðherrastóla.

Ég var mjög ánægður fyrir áramótin þegar ég heyrði að það ætti ekki að innheimta komugjöld barna á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum. En heilbrigðisráðherra gleymdi bara að nefna það þegar hann boðaði þessar gleðifréttir að það eru öryrkjar og eldri borgarar sem borgar brúsann. Er það einhver misskilningur hjá mér en eru það ekki einmitt aldraðir og öryrkjar sem koma hlutfallslega mest á heilbrigðisstofnanir hér á landi?


mbl.is Mótmælir hækkun komugjalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband