Íbúðalánasjóður og Háskólinn á Akureyri

Ég kvaddi mér hljóðs í upphafi þingfundar í dag til að fara yfir málefni Íbúðalánasjóðs. Það er ekki vanþörf á því með tilliti til mikilvægs hlutverks hans á markaðnum í dag en hann býður nú sem fyrr upp á lægstu vextina. Ég minnti á það, þegar bankarnir ætluðu sér að hrekja Íbúðalánasjóð út af markaðnum, að þá töluðu frjálshyggjumenn um að ekki væri þörf fyrir svona opinbert batterí. Við framsóknarmenn stóðum vörð um starfsemi sjóðsins í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, enda var það Framsóknarflokkurinn sem skóp þessa stofnun sem yfirgnæfandi hluti þjóðarinnar vill sjá áfram í óbreyttri mynd. Enda kom það nú á daginn í umræðunni áðan að stuðningur er hjá öllum stjórnmálaflokkum við áframhaldandi starfsemi Íbúðalánasjóðs sem sýnir að það var rétt hjá framsóknarmönnum að spyrna við þegar að sjálfstæðismenn vildu láta bönkunum einvörðungu eftir hlutverk sjóðsins á sínum tíma.

Nú áðan þá spurði ég í fyrirspurnartíma Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, út í málefni Háskólans á Akureyri og mikilvægi þess að styrkja hann sem undirstöðu háskólamenntunar á landsbyggðinni. Ég benti á byggðaáætlun 2006-2009 sem var samþykkt samhljóða á Alþingi og kvað sérstaklega á um málefni Háskólans á Akureyri. Iðnaðarnefnd var með byggðaáætlunina til meðhöndlunar en ég var formaður nefndarinnar þá og mjög ánægður með að sérstaklega var kveðið á um málefni Háskólans á Akureyri þar. Búið er að gera rannsóknasamning við Háskólann til 3ja ára, sem er árangurstengdur. Ég sé fram á áframhaldandi uppbyggingu Háskólans á Akureyri sem óx gríðarlega þegar við framsóknarmenn vorum í ríkisstjórn, við munum halda áfram að vera á vaktinni þegar kemur að málefnum skólans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband