Er stjórn Orkuveitu Reykjavíkur í öruggum höndum?

Sjálfstæðismenn hafa leitt Ástu Þorleifsdóttur til valda í Orkuveitu Reykjavíkur. Hún er nú orðin varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Hún hefur, eins og alþjóð veit, talað mjög afdráttarlaust gegn ýmsum framkvæmdum. Hún lét m.a. þessi fleygu orð falla um Kárahnjúkavirkjun í maí árið 2006:

Ásta Þorleifsdóttir, jarðfræðingur: Það verður að sjálfsögðu ekki hætt við þessa virkjun á vegum Landsvirkjunar en ef við hugsum til þess hvernig veðurguðirnir hafa ákveðið að sýna okkur virðingu og þeirri athöfn sem við stöndum fyrir hér. Hér skín sól og hér leika hlýir vindar. Hér er vor í lofti og fyrir austan er slydda, kalt og napurt. Þá skulum við vona að vinir mínir í Kverkfjöllum, eldrisinn ógurlegi sem býr undir Vatnajökli, vakni og bara svipti þessum ósóma burt. Það er sá eini möguleiki sem við eigum eftir núna.

Ekki lofar þetta góðu um störf og stefnu nýjasta meirihlutans í henni Reykjavík. Ábyrgð sjálfstæðismanna er mikil í þessum efnum. Ég get ekki ímyndað mér að það sé mikil stemning í herbúðum sjálfstæðismanna um skipan Ástu Þorleifsdóttur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband