Kosningamaskínan í góðu lagi!

Ég hef verið á ferð og flugi að undanförnu, að hluta til vegna fundaherferðar Framsóknarflokksins. Vorum með hörku góðan fund á Egilsstöðum í síðustu viku þar sem við Guðni og Höskuldur vorum framsögumenn. Ég mætti einnig á fjölmennan fund í Reykjavík í síðustu viku sem markaði upphaf funda forystu Framsóknarflokksins um allt land. Í kvöld verður svo fundur á Hornafirði og síðan á ég eftir að vera á fundum á Húsavík og í Reykjavík. Að sjálfsögðu fundum við á miklu fleiri stöðum þar sem félagar mínir standa vaktina.

Almennt er það svo að það er mjög góð fundarsókn þegar að Framsóknarflokkurinn heldur sína stjórnmálafundi, trúlega meiri en hjá öðrum flokkum. Það fólk sem stendur að baki flokknum mætir oftar en ekki á þessa fundi, sama fólkið sem leggur sig allt fram fyrir hverjar kosningar til að tryggja flokknum brautargengi. Enda er það svo að Framsókn hefur ætíð sótt á, fylgislega séð, þegar nær dregur kosningum. Það er akkúrat þá sem kosningavél Framsóknarflokksins fer í gang. Ég hef séð og heyrt af því að mæting hefur almennt verið góð á fundina það sem af er. Það gefur manni vísbendingar um að allir séu klárir í bátana, næst þegar að gengið verður að kjörborðinu. Þannig að hrakspár ýmissa mætra manna um ótímabært andlát Framsóknarflokksins eru því greinilega byggðar á sandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband