2.2.2008 | 17:23
Sterk staða Íbúðalánasjóðs
Ánægjulegt er að sjá þann árangur sem stjórnendur náðu í rekstri sjóðsins á síðasta ári. Eigið fé sjóðsins er nú komið yfir 20 milljarða og því ljóst að staða sjóðsins er mjög sterk. Umræðan var ekki í takt við þessa niðurstöðu fyrir 3-4 árum. Þá var áróður sumra bankamanna að útlitið væri dökkt í rekstri sjóðsins og var jafnvel talað um að sjóðurinn ætti ekki fyrir sínum framtíðarskuldbindingum. En annað hefur komið á daginn.
Það er líka ánægjulegt að staða Íbúðalánasjóðs á hinum pólitíska vettvangi hefur styrkst til muna. Nú keppast fulltrúar allra flokka við að mæra sjóðinn, það er einnig breyting til batnaðar.
Íbúðalánasjóður hagnaðist um 2,5 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:01 | Facebook