Áfram Obama!

Ég hef eins og aðrir fylgst með spennandi forvali Demókrata í Bandaríkjunum. Þar takast á tveir framúrskarandi stjórnmálamenn, Obama og Clinton. Ég átti lengi vel erfitt með að gera upp hug minn hvort þeirra ætti að verða forsetaefni en er nú alveg harðákveðinn í því að það eigi að vera Barak Obama. Það er eitthvað við þennan stjórnmálamann sem veldur því að hann hrífur fólkið með sér. Ég tók próf á dögunum sem Egill Helgason benti á og í mínu tilviki þá skoraði Obama langhæst af frambjóðendunum þar vestra.

Obama er því orðinn bloggvinur minn, enda er hér greinilega um að ræða bandarískan framsóknarmann! Alla vega fara skoðanir okkar að mörgu leyti ágætlega saman. Þannig stjórnmálamenn styð ég til allra góðra verka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband