12.2.2008 | 11:44
Hvað gerir Samfylkingin nú?
Við þingmenn Framsóknarflokksins höfum lagt fram stjórnarskrárfrumvarp um að náttúruauðlindir, sem ekki eru háðar eignarrétti, verði þjóðareign. Þetta mál hefur verið mjög umdeilt síðustu árin enda um stórt hagsmunamál að ræða fyrir íslenska þjóð. Þetta frumvarp er í takt við þá stefnu sem mörkuð var á síðasta flokksþingi og í takt við álit auðlindanefndar um stjórn auðlinda Íslands sem skilaði af sér árið 2000.
Eins og alþjóð veit þá vilja frjálshyggjupostularnir í Sjálfstæðisflokknum að margar af okkar dýrmætustu auðlindum séu háðar einkaeignarétti og þar með að þær verði ekki í þjóðareigu. Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn sé einangraður í þessari afstöðu sinni og nú mun reyna á stóru orð Samfylkingarinnar sem gerði þetta mál að sínu stærsta í kosningabaráttunni. Ég á því fastlega von á því að meirihluti sé fyrir þessu frumvarpi á þingi. Nema að Samfylkingin sé endanlega gengin inn í Valhöll?
Auðlindir í þjóðareign | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook