Huld Aðalbjarnar er mætt til leiks!

Á morgun mun nýr þingmaður líta dagsins ljós. Huld Aðalbjarnardóttir, skólastjóri úr Öxarfirði, sest þá á þing í fjarveru félaga Höskuldar Þórhallssonar sem nú er kominn í fæðingarorlof. Hér er á ferðinni mikill skörungur sem ég kynntist í síðustu kosningabaráttu. Þá ferðuðumst við mikið saman um Norðausturkjördæmi og held ég að það sé óhætt að segja að fólki þótti mikið til þessarar stjórnmálakonu koma. Hún lagði í þeirri kosningabaráttu á sig gríðarlega mikla vinnu og var mjög ósérhlífin í þeirri baráttu.

Ég er viss um að Huld á eftir að vera áberandi þingmaður á næstu vikum. Ég hef nú þegar heyrt af málum sem hún hefur áhuga á að beina sjónum sínum að innan þingsins. Þannig að það verður áhugavert að fylgjast með hennar málflutningi enda á ferð kona sem hefur reynslu á mörgum sviðum samfélagsins og því akkur fyrir löggjafarsamkomuna að fá slíka sendingu norðan úr Öxarfirðinum.

Síðan er það spurning hvort að Huld slái met Jóns Björns Hákonarsonar sem var ekki nema 17 mínútur í ræðustólinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband