Glæsilegt hjá Ásdísi Jónu!

Ásdís Jóna hafði samband við mig fyrir einhverjum mánuðum síðan og vildi fá upplýsingar um niðurstöðu prófkjörs framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 2003. Ég spurði hana svo sem ekki þá hvað hún væri að bardúsa en nú er það komið á daginn. Það er mikil viðurkenning að fá þennan verkefnastyrk sem kemur mér svo sem ekkert á óvart því þarna er á ferðinni mikil hæfileikamanneskja sem ég er ansi hræddur um að eigi eftir að rata enn frekar inn á vettvang stjórnmálanna.

Ásdís Jóna er Siglfirðingur eins og ég, en er því miður ekki í Framsóknarflokknum! Hún var nefnilega í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi fyrir síðustu kosningar. Hún var reyndar ekki í einu af efstu sætunum en merkti sig þar vel inn og kæmi mér ekki á óvart að hún yrði ofarlega á lista sjálfstæðismanna fyrir næstu Alþingiskosningar. Það verður því hugsanlega mitt verkefni að takast á við hana á þeim vettvangi þá. En hvað um það, innilega til hamingju með þetta Ásdís!


mbl.is Verkefni um árangur kvenna í prófkjörum fær styrk FS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband