6.3.2008 | 14:17
Nokkur dæmi um hugsjónir ríkisstjórnarinnar
Nokkur dæmi um hugsjónir ríkisstjórnarinnar:
- Sjálfstæðismenn vilja leggja starfsemi Íbúðalánasjóðs niður í núverandi mynd.
- Nú hefur verið ákveðið að leggja niður starfstöðvar Fasteignamats ríkisins á Egilsstöðum og í Borgarnesi.
- Staða forstöðumanns Veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar var flutt frá Akureyri til Reykjavíkur.
- Lýðheilsustofnun hefur sagt upp samstarfssamningi við Háskólann á Akureyri.
- Ríkisstjórnin er áhugalaus um uppbyggingu álvers á Bakka við Húsavík.
- Ekkert bólar á Vaðlaheiðargöngum.
- Starf þjóðgarðsvarðar við Vatnajökulsþjóðgarðs var auglýst án staðsetningar. Þannig að viðkomandi getur þá allt eins stýrt þjóðgarðinum af höfuðborgarsvæðinu.
Þessar stjórnvaldsákvarðanir koma ofan í þriðjungs niðurskurð á þorskveiðiheimildum (sem var líka stjórnvaldsaðgerð). Í framhaldinu voru tilkynntar mestu mótvægisaðgerðir Íslandssögunnar. Það er reyndar verið að endurskoða þær í augnablikinu, svo máttlausar voru þær nú. En þegar horft er til nokkurra dæma (alls ekki tæmandi listi) þá getur maður spurt sig að því hvað ríkisstjórnin sé að hugsa í byggðamálum???
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook