18.3.2008 | 14:47
Gríðarlega mikilvægt mál fyrir íþróttafélög á landsbyggðinni
Við þingmenn Framsóknarflokksins, með Hjálmar Árnason í broddi fylkingar, lögðum ítrekað fram þingsályktunartillögur um stofnun Ferðasjóðs íþróttafélaga. Þetta mál náði að lokum fram að ganga og nú var verið að fela Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands að hafa umsýslu með sjóðnum.
Íþróttafélög á landsbyggðinni hafa á síðustu árum þurft að greiða gríðarlegar upphæðir vegna ferðakostnaðar, upphæðir sem hafa verulega haft áhrif á starfsemi félaganna. Það er stefna okkar framsóknarmanna að veita öllum jöfn tækifæri. Hár ferðakostnaður hefur bitnað hart á rekstri íþróttafélaga á landsbyggðinni og því hefur afreksfólk þar ekki haft jöfn tækifæri á við afreksfólk á Suðvesturhorni landsins. Hár ferðakostnaður hefur haft þau áhrif að minna hefur verið til skiptanna til annarrar starfsemi íþróttafélaga á landsbyggðinni. Nú er loksins verið að bregðast við þessum kostnaði íþróttafélaganna en um er að ræða ákvörðun fyrri ríkisstjórnar sem að við framsóknarmenn áttum aðild að. Því miður er ekki um háar upphæðir að ræða í þessum samningi, sem þarf að lagfæra. Vonandi komumst við framsóknarmenn aftur til áhrifa til að koma þessum málum í viðunandi horft. En eins og einhversstaðar stendur; Mjór er mikils vísir.
Samningur undirritaður um ferðasjóð íþróttafélaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:49 | Facebook