19.3.2008 | 14:48
Fagnaðarefni fyrir stúdenta
Ég bloggaði um daginn um húsnæðiseklu stúdenta og þann vandræðagang sem hefur fylgt tíðum meirihlutaskiptum í Reykjavík að undanförnu. Formaður Stúdentaráðs HÍ, Björg Magnúsdóttir, fór ágætlega yfir þetta í þætti hjá mér á ÍNN um daginn. Það er því fagnaðarefni að nú sé búið að skrifa undir samning þess efnir að 600 stúdentaíbúðir verði útvegaðar á næstu 4 árum. Það veitir svo sannarlega ekki af því. Gott að nýr borgarstjórnarmeirihluti skuli ekki hafa snúið við þeirri stefnu sem að fyrri meirihlutar voru búnir að ákvarða.
En talandi um borgarmálin. Ég var í upptöku áðan á ÍNN. Gestur þáttarins var Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Við fórum vítt og breitt yfir sviðið, rætt var um málefni Landspítalans, Sundabraut, flugvöllinn, hræringarnar í borginni svo fátt eitt sé nefnt. En það verður hægt að horfa á þáttinn á sjónvarpsstöð Ingva Hrafns, ÍNN, á næstu dögum.
600 íbúðir fyrir stúdenta á næstu 4 árum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook