30.3.2008 | 19:26
Ný dönsk í 20 ár
Það hefði verið gaman að vera tónleikum Ný danskrar á NASA í gærkvöldi en ég sá mér því miður ekki fært að sækja þá. Hins vegar lét ég það eftir mér í gær að kaupa safndiska með bestu lögum hljómsveitarinnar síðustu 20 árin. Ég sé svo sannarlega ekki eftir þessum kaupum, var hreinlega búinn að gleyma hvað Ný dönsk hefur átt marga "hittara" í gegnum tíðina. Ég mæli því eindregið með þessum kaupum og eitt er víst; Þessir diskar munu ekki fara úr bílnum og munu hljóma þar á löngum ferðalögum á næstunni, meðal annars í hinu víðfeðma Norðausturkjördæmi.
Ég heyrði svo af því að Björn Jörundur (sem er líka ættaður frá Sigló :>) hefur samið ein 13 ný lög. Vonandi mun Ný dönsk gefa meira út á næstunni, aðdáandahópurinn er stór og ég er viss um að nýtt efni frá þeim félögum myndi seljast eins og heitar lummur ef til þess kæmi.Trúlega myndu þeir þá í framhaldinu boða til annarra tónleika, ég mun ekki láta mig vanta á þá. Svo mikið er víst.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:27 | Facebook