Evrópunefndin fundaði í morgun

Ég var skipaður í Evrópunefnd, fyrir hönd þingflokks framsóknarmanna, sem standa á vaktina í Evrópumálum út kjörtímabilið. Nefndin kom saman í Ráðherrabústaðnum í morgun þar sem forsætis- og utanríkisráðherra fóru yfir skipunarbréf nefndarinnar og reifuðu sín sjónarmið og væntingar um störf nefndarinnar.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar var kveðið á um að þverpólitísk nefnd yrði skipuð til að standa vaktina í Evrópumálum. Nú hefur verið ákveðið að útvíkka skipan nefndarinnar og eru nú fulltrúar vinnumarkaðarins einnig með sína fulltrúa í nefndinni. Nefndin er tvíhöfða; Ágúst Ólafur Ágústsson og Illugi Gunnarsson eru formenn nefndarinnar.  Ég bind miklar vonir við að Evrópunefndin stuðli að málefnalegri umræðu um tengsl okkar við Evrópu og hvernig við tryggjum okkar hagsmuni til framtíðar í því samhengi.

Ef marka má fyrsta fund nefndarinnar þá má búast við að heilmikil vinna sé framundan að viða að sér gögnum sem snerta Ísland og Evrópu. Ég hlakka til að takast á við þetta verkefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband