7.4.2008 | 17:08
Að lenda á milli skips og bryggju
Bylgja Hafþórsdóttir hefur á bloggsíðu sinni rekið raunir sinnar fjölskyldu sem lenti í því að myglusveppur hreinlega eyðilagði íbúðarhúsnæði fjölskyldunnar. Ekkert hefur fengist frá tryggingum til að bæta skaðann né heldur frá hinu opinbera. Það virðist því sem að fjölskyldan þurfi að sitja uppi með gríðarlegan kostnað vegna þessa. Í raun er hér um hamfarir að ræða, líkt og þegar jarðskjálftar eyðileggja húsnæði. Í þeim tilvikum er hægt að leita til sjóða hjá hinu opinbera sem að bæta slík tjón. Í þessu tilviki bendir allt til þess að þetta tjón verði ekki bætt og því hefur fjölskyldan lent á milli skips og bryggju, ekkert apparat kemur að því að bæta tjón sem þetta.
Það er því mikilvægt og lofsvert að Bylgja skuli vekja athygli á þessu máli. Því hver verður næstur? Ég veit að margir aðilar hafa stutt fjölskylduna á þessum erfiðu tímum og vil ég hvetja fólk til þess að gera það sama. Upplýsingar um söfnunina má nálgast á bloggsíðu Bylgju, þar sem einnig er drepið á önnur mikilvæg mál, s.s. byggðamálin og hvert við stefnum í þeim efnum. Ég óska Bylgju og fjölskyldu hennar góðs gengis í framtíðinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook