Samúel Örn á Alþingi

Samúel Örn Erlingsson hefur lífgað upp á þingið í þessari viku. Í fjarveru Sivjar Friðleifsdóttur þá er kappinn mættur til leiks. Samúel flutti jómfrúarræðu sína í dag og ekki var annað að sjá en að þar færi þaulreyndur stjórnmálamaður. Enda hefur Samúel mjög margt til brunns að bera og hefur fjölbreyttan bakgrunn.

Samúel er Kópavogsbúi og hefur unnið ötullega að málefnum Kópavogsbæjar. Hann er meðal annars formaður leikskólaráðs þar í bæ. Þekktastur er hann þó af vettvangi fjölmiðlanna þar sem hann hefur staðið íþróttavaktina um árabil. Það verður eftirtektarvert að fylgjast með framgöngu Kópavogsbúans á næstunni. Framsóknarmenn úr Kópavogi hafa lengi látið mikið til sín taka og nú er bara að sjá hvort Samúel Örn haldi ekki því merki hátt á lofti þann tíma sem hann mun sitja á Alþingi? Í mínum huga er það engin spurning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband