Hvalurinn, þorskurinn og loðnan

Hrefnan étur á ári hverju milljón tonn af fiski hér við land. Til viðbótar éta aðrar hvalategundir milljón tonn af fiski. Sjómenn sem ég hef rætt við hafa aldrei séð eins mikið af hval og nú. Síðan furðar fólk sig á því að þorskveiðiheimildirnar séu 130.000 tonn og að síðasta loðnuvertíð hafi verið með þeim slökustu á síðari árum.

Ég spurði Þórunni Sveinbjarnardóttur út í hvalveiðar og sjálfbæra þróun á Alþingi í morgun. Ég spurði hana jafnframt hvort að við ættum ekki að skila þorsk- og loðnustofninum áfram til komandi kynslóða? Ekki var annað á henni að heyra en að hún væri á móti hvalveiðum. Hún er gengur þannig í takt með Svíunum.  Það segir sig sjálft, þegar toppurinn á fæðukeðjunni er ekkert veiddur að ójafnvægi kemst á í fæðukeðjunni. Að mínu mati er það í takt við sjálfbæra þróun að grisja hvalastofna og tryggja þannig betri nýtingu á öðrum fiskistofnum í framtíðinni. Skilgreining á sjálfbærri þróun er þessi: "Sjálfbær þróun er þróun sem fullnægir þörfum samtíðarinnar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að fullnægja sínum þörfum".

Það er því einsýnt að við þurfum að halda úti skynsamlegum veiðum á hval eins og öðrum fiskistofnum. Það er í takt við sjálfbæra þróun. Ef fram heldur sem horfir þá mun hval fjölga verulega með tilheyrandi afleiðingum fyrir aðra fiskistofna. Er ekki tími til kominn, miðað við stöðu þorsksins og loðnunnar, að veiða hval í meira mæli en við höfum gert? Ég segi jú.


mbl.is Svíar gagnrýna hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband