Hvað ætlar ríkisstjórnin með Íbúðalánasjóð?

Ég spurði Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra, út í stöðuna á húsnæðismarkaðnum í dag. Nær ekkert er um að vera á markaðnum enda Íbúðalánasjóður eini alvöru lánveitandinn eins og sakir standa. Hins vegar hefur hin nýja ríkisstjórn ekki gert annað en að skerða heimildir sjóðsins til útlána frá því hún komst til valda.

Vegna þess að nær ekkert er að gerast á fasteignamarkaðnum þá heyrum við af erfiðleikum verktaka, verkefnaskorti hjá fasteignasölum og síðast en ekki síst af erfiðleikum fólks að koma sér þaki yfir höfuðið. Það sem gæti glætt lífi í markaðinn í dag væri að auka útlánaheimildir Íbúðalánasjóðs. Eins og allir muna þá spáði Seðlabankinn að fasteignaverð myndi lækka um allt að 30% fram til ársloka 2010. Eitt er á hreinu, geri ríkisstjórnin ekki neitt þá mun spá Seðlabankans rætast.

Geir H. Haarde sendi Íbúðalánasjóði tóninn á dögunum og kenndi honum um stöðu efnahagsmála í dag. Hann nefndi að Íbúðalánasjóður ætti að fá annað hlutverk og verða félagslegur sjóður. Það er því greinilegt að stefna Sjálfstæðisflokksins er ofan á í húsnæðismálunum. Það á með markvissu aðgerðaleysi að leggja Íbúðalánasjóð af í núverandi mynd. Þetta hefur Samfylkingin greinilega gengist undir, eins og svo margt annað sem er andstætt því sem boðað var í aðdraganda síðustu kosninga.


mbl.is Svipuð útlán Íbúðalánasjóðs og í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband