Af hverju lætur Sjálfstæðisflokkurinn svona?

Nú er það einu sinni þannig að það eru landsfundir/flokksþing stjórnmálaflokkanna sem móta stefnuna. Siv Friðleifsdóttir hefur ítrekað bent á að í landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins er einkavæðing heilbrigðiskerfisins á dagskrá. Það liggur líka fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið heilbrigðisráðuneytið í sínar hendur og nú er hægt að gera þar ákveðna hluti sem ekki var hægt að gera með Framsóknarflokknum, líkt og forsætisráðherra orðaði það.

Það var því dapurlegt að lesa grein Ástu Möller í Mogganum í gær þar sem hún reynir að gera Siv tortryggilega sem stjórnmálamann. Það er ljótur leikur. Í greininni reynir hún að slá ryki í augu fólks og hafnar því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ályktað um einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. En við skulum vitna í ályktun síðasta Landsfundar Sjálfstæðisflokksins:

"...Því ber að huga að enn frekari einkavæðingu á öðrum sviðum s.s. á sviði  heilbrigðis-, mennta- og orkumála. "

Þarf frekari vitnana við? Af hverju lætur Sjálfstæðisflokkurinn svona? Væri ekki nær að gangast við ályktunum eigin flokks frekar en að kasta rýrð á stjórnmálamenn úr öðrum flokkum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband