9.5.2008 | 16:51
Á að sameina sveitarfélög með valdboði?
Tæp 43% þeirra sem tóku þátt í könnun hér á blogginu eru á móti sameiningu sveitarfélaga með valdboði. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að slíkt inngrip Alþingis í sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaganna sé varhugavert. Sveitarfélögum hefur fækkað gríðarlega mikið á undanförnum árum. Mig minnir að árið 1995 hafi þau verið rúmlega 170 eru nú tæplega 80 talsins. Þeim hefur því fækkað um meira en helming á tímabilinu og það án valdbeitingar ríkisins. Sameining Þingeyjarsveitar og Aðaldælahrepps nú nýverið er gott dæmi um frjálsa sameiningu sveitarfélaga.
Ég hef enga trú á því að sameining geti orðið til góðs ef meirihluti íbúa er fyrirfram á móti sameiningu. Í raun myndi inngrip löggjafarvaldsins við slíkar aðstæður virka eins olía á eld og leiða til gríðarlegrar óánægju og mórals í viðkomandi samfélögum. Sú þróun sem hefur átt sér stað á síðustu árum í sameiningu sveitarfélaga hefur verið góð og hefur farið fram án beinnar íhlutunar ríkisvaldsins. Að sjálfsögðu er hægt að hafa áhrif á þróunina með breytingum á úthlutunarreglum Jöfnunarsjóðsins, en á síðustu árum hafa úthlutunarreglurnar verið ný sameinuðum sveitarfélögum hagstæðar.
Nú er til gamans spurt um afstöðu ykkar til þeirra stjórnmálaflokka sem buðu fram fyrir síðustu Alþingiskosningar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:54 | Facebook