11.5.2008 | 16:10
Hugsum til þeirra
Ég verð að viðurkenna að mann setur hljóðan við að heyra fréttirnar frá Búrma. Að 1,5 milljónir manna séu þar í bráðri lífshættu og það vegna sinnuleysis herforingjastjórnarinnar í Búrma. Alþjóðasamfélagið hefur boðist til að senda lyf, mat og önnur hjálpargögn en herforingjastjórnin hefur ekki enn afgreitt vegabréfsáritanir til hjálparsamtaka sem vilja hjálpa nauðstöddum. Á meðan aukast líkurnar á að farsóttir sjúkdómar breiðist út. Maður trúir þessu varla.
Það er hörmulegt til þess að vita að þessir atburðir séu nú að eiga sér stað. Alþjóðasamfélagið þarf að skerast í leikinn, þeir sem halda um stjórnartaumana í Búrma hafa greinilega ekki heilbrigt gildismat, því miður. Þeir virðast, ef marka má fréttir, hafa meiri áhuga á því að ná góðri þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslu sem er framundan frekar en að kljást við það hörmunarástand sem nú ríkir.
Þegar maður fylgist með fréttum sem þessum er óhjákvæmilegt að staldra við. Nú þegar við höldum upp á Hvítasunnuna skulum við horfa til þess hvað við Íslendingar höfum það gott. Við erum ofboðslega heppin að búa hér á landi. Við erum með besta heilbrigðiskerfi í heimi og bestu lífskjörin. Við skulum ekki gleyma því. Við eigum líka að hugsa til þess hvað við getum gert sem einstaklingar í því að bæta stöðu þeirra sem minna mega sín. Ekki bara hér á landi heldur líka í Búrma.
1,5 milljón manna í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook