Fljótfærni

Ég var víst full bráður á mér að veita Jóni Gunnarssyni hrósið í gær. Ekki svo að skilja að með því hafi ég breytt um skoðun á frábærri framgöngu hans gagnvart Samfylkingunni í þinginu í gær. En hrós gærdagsins eiga náttúrulega Regína Ósk og Friðrik Ómar. Þau voru landi og þjóð til sóma í gærkvöldi og hafa reddað laugardagskvöldinu hjá landanum.

Friðrik Ómar er Dalvíkingur, sem er náttúrulega hið besta mál, og hefur mikil stemning verið mögnuð upp í Dalvíkurbyggð vegna keppninnar í ár. Mig grunar að þar hafi Júlíus Júlíusson leikið lykilhlutverk en Júlli er ein aðal driffjöður Fiskidagsins á Dalvík. Forréttindi fyrir samfélag, líkt og Dalvíkurbyggð, að hafa þvílíkan orkubolta og frumkvöðul í sínum röðum.

Þannig að nú er ég bara að spá í að eyða laugardagskvöldinu í Dalvíkurbyggð. Þar mun án efa verða gríðarleg stemning. DV hringdi í mig áðan og vildi fá mína spá um hvar við lendum í keppninni. Ég veit að Dalvíkingar verða ekki yfir sig hrifnir af þeim spádómi en ég segi 11. sætið. Er bara nokkuð jarðbundinn í minni spá. Það er hins vegar gríðarlegt afrek að hafa komið okkur upp úr þessum undanriðli og það eigum við Friðriki Ómari og Regínu Ósk að þakka. Áfram Ísland!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband