90 ára afmæli á morgun

Á þessari stundu er ekki vitað hvenær þingfundi lýkur. Vonandi munu stjórnarliðar ekki keyra umræðu um umdeilt mál, framhaldsskólafrumvarpið, inn í nóttina. Við framsóknarmenn óskuðum eftir tvöföldum ræðutíma til að koma okkar sjónarmiðum fram og að sjálfsögðu væri eðlilegt að ræða þetta mikilvæga mál í dagsbirtunni.

Þannig að það verður trúlega ekki langur svefn að þessu sinni því í fyrramálið mun leiðin liggja norður á Siglufjörð þar sem haldið verður upp á 90 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðarkaupstaðar. Bæjaryfirvöldum þótti við hæfi að halda upp á þennan áfanga þó svo að Siglufjörður og Ólafsfjörður mynda nú sveitarfélagið Fjallabyggð.

Veðurspáin er með ágætum þannig að allt stefnir í ánægjulegan morgundag og vel heppnað afmæli. Afmælisdagskráin er fjölbreytt og hana má nálgast hér. Margir gestir munu heiðra okkur Siglfirðinga á þessum tímamótum. Kollegar mínir Valgerður Sverrisdóttir og Siv Friðleifsdóttir ætla að mæta í veisluna. Valgerður náttúrulega sem foringi Framsóknar í Norðausturkjördæmi og Siv Friðleifsdóttir sem á ættir sínar að rekja til Siglufjarðar eins og alþjóð veit. Þannig að þingmenn Framsóknar dekka þetta 90 ára afmæli með ágætum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband