Um ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar

Ég var á fundi í Sjávarútvegsnefnd þingsins í morgun. Þar kynntu fulltrúar Hafró sínar tillögur um fiskveiðar á næsta ári. Nú er það svo að sjávarútvegsráðherra hefur lokaorðið í þeim efnum en mér sýnist að mælingar Hafró gefi ekki bjarta mynd af stöðu mála. Ef farið væri algjörlega eftir tillögum Hafró þá myndu þorskveiðiheimildir lækka um 5% á milli ára (ofan á þriðjungs lækkun á þessu fiskveiðiári), ýsu lækka um 13% og ufsa lækka um 17%.

Ef þetta verður raunin þá verða stjórnvöld að bregðast við með einhverjum hætti. Hátt verð á olíu er að sliga útgerðina og ekki bætir það stöðuna ef fiskveiðiheimildir halda áfram að dragast saman. Ég á því miður ekki von á því að ríkisstjórnin muni bregðast við að einhverju marki. Ég man eftir digrum yfirlýsingum um "mestu mótvægisaðgerðir Íslandssögunnar" síðastliðið sumar. Einhverra hluta vegna hafa ráðamenn dregið úr hástemmdum yfirlýsingum um þær mótvægisaðgerðir.

Af fenginni reynslu þá verður að skoða þessi máli heildstætt. Hvað er það sem veldur þessari þróun? Erum við að meta stærð fiskistofnana rétt? Hefur brottkast aukist upp á síðkastið í ljósi himinhás verðs á þorskkvóta? Er hvalurinn að ganga á nytjastofna okkar? Þetta er bara brotabrot af þeim spurningum sem vakna við þessar ráðleggingar Hafrannsóknarstofnunar. En í ljósi þessa hef ég miklar áhyggjur af stöðu sjávarbyggðanna. Ekki er þar á bætandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband