Stopular bloggfærslur

Síðustu dagar hafa verið viðburðarríkir en heimasíðan hefur reyndar ekki borið þess merki. Trúlega verða bloggfærslurnar ekki eins margar í sumar og þegar þingið er að störfum, en eitthvað verður um bloggfærslur í sumar. 

Ég hef fjallað nokkuð um málefni SUF að undanförnu en um síðustu helgi var haldið glæsilegt þing Sambands ungra framsóknarmanna á Hótel Heklu á Skeiðum. Mjög góð mæting var á þingið sem heppnaðist í alla staði mjög vel. Nýr formaður var kjörin en þar er á ferð framtíðar stjórnmálamaður, Bryndís Gunnlaugsdóttir. Kosið var einnig í stjórn SUF og er þar góður hópur fólks sem ég trúi að muni efla starf Framsóknarflokksins á næstu árum. Meira af því síðar.

Annars hefur helginni hefur verið varið í Haganesvík í FLjótum, Skagafirði en þar er fjölskyldan að reisa sér sumarhús. Ég sagði í viðtali við eitthvert blað eitt sinn að fegursti staður landsins væru Fljótin. Ég stend við þá fullyrðingu mína. Um helgina hefur sólin skinið með tilheyrandi roða í andliti. Gærkvöldið var alíslenskt, en þá bauð amma upp á signa grásleppu í forrétt og svo hrefnusteik í aðalrétt. Er hægt að biðja um það betra?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband