2.9.2008 | 11:27
Viđ ţurfum öfluga ríkisstjórn
Alţingi kemur saman í dag ţar sem fyrsta mál á dagskrá er umrćđa um efnahagsmál. Ţađ verđur fróđlegt ađ sjá hvort forsćtisráđherra muni koma međ tillögur um hvernig ríkisstjórnin ćtli ađ taka á efnahagsvandanum. Viđ framsóknarmenn höfum kallađ eftir ţjóđarsátt, líkt og gert var í tíđ ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar, en ţví miđur virđist ríkisstjórnin ekki vera á ţeim buxunum ađ leiđa slíka ţjóđarsátt. Ţrátt fyrir hvatningu samtaka launafólks, atvinnurekenda og bćnda.
Ţjóđin ţarf nú á öflugri ríkisstjórn ađ halda. Ríkisstjórn sem talar einu máli og er trúverđug. Ţví miđur virđist ríkisstjórnin leggja sérstaka áherslu á ađ sína hversu ósamstíga hún er í flestum málum frekar en ađ sína fram á hversu samstíga hún er í ţví ađ verja hagsmuni ríkissjóđs og heimilanna í landinu. Viđ búum ţví viđ tvćr ríkisstjórnir, ríkisstjórn Sjálfstćđisflokks annars vegar og ríkisstjórn Samfylkingar hins vegar. Ef rifjađ er upp hvernig stađan á stjórnarheimilinu var árin 1991-1995 ţá er sama stađa uppi núna. Flest öll mál eru gerđ upp á milli flokkanna á vettvangi fjölmiđla. Sú ríkisstjórn, krata og íhalds, hrökklađist frá og skildi eftir sig gríđarlegt atvinnuleysi og botnlausar skuldir ríkissjóđs. Mér sýnist ađ sömu flokkar muni endurtaka leikinn, ţ.e.a.s. ef samstarfiđ endist út kjörtímabiliđ.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:29 | Facebook