7.9.2008 | 14:55
Okkar fólk á Ólympíumóti fatlaðra
Þessa dagana stendur yfir Ólympíumót fatlaðra. Rétt eins og með nýafstaðna Ólympíuleika þá fara þessir fram í Kína. Við Íslendingar eigum þarna 5 þátttakendur sem vafalaust eiga eftir að verða landi og þjóð til sóma. Sjálfur þekki ég til eins keppandans en það er Baldur Ævar Baldursson sem mun keppa í langstökki á þriðjudaginn. Baldur Ævar er glæsilegur íþróttamaður sem hefur með þrotlausum æfingum náð þeim merka áfanga að keppa Ólympíuleikunum. Það er greinilegt að árangur erfiðisins skilar sér hjá þessum afreksmanni.
Ég vona að íslenskir fjölmiðlar muni fjalla ítarlega um árangur okkar fólks. Það er ekki lítill árangur fyrir ekki stærri þjóð að senda fimm fulltrúa á þessa Ólympíuleika. Þeir sem vilja fylgjast með okkar fólki geta gert það hér. Áfram Ísland!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:56 | Facebook