Alvarleg staða Heilbrigðisstofnunar Austurlands

Á fjölmennum fundi okkar framsóknarmanna á Egilsstöðum um daginn var ítrekað komið inn á alvarlega stöðu Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Ég held að óhætt sé að tala um gríðarlegan hallarekstur á þeirri stofnun enda fékk stofnunin enga leiðréttingu í síðustu fjárlagagerð, ólíkt sumum öðrum heilbrigðisstofnunum. Af samtölum við einstaklinga sem vel þekkja til reksturs stofnunarinnar er ljóst að skera þarf heilbrigðisþjónustu heilmikið niður við Austfirðinga verði ekkert að gert.

Í þessu ljósi höfum við þingmenn Framsóknar í Norðausturkjördæmi farið fram á fund með þingmönnum kjördæmisins til að fara yfir stöðu Heilbrigðisstofnunarinnar. Það er nauðsynlegt að eyða óvissu um heilbrigðisstarfsemi á Austurlandi því að sjálfsögðu hefur staðan ekki góð áhrif á starfsfólk og byggðarlög á Austurlandi. Vonandi fáum við svör á fundinum hvernig brugðist verður við vandanum enda væntanlega komin endanleg mynd á fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Það er reyndar vandlega geymt í fjármálaráðuneytinu en ríkisstjórnin hlýtur að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að allri óvissu verði eytt þannig að svör verði gefin á fundinum á miðvikudaginn hvað fjárlagafrumvarpið felur í sér um rekstur Heilbrigðisstofnunar Austurlands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband